Selfyssingar héraðsmeistarar

Selfyssingar tryggðu sér héraðsmeistaratitil karla í handbolta fjórða árið í röð en HSK mótið í meistaraflokki fór fram sl. miðvikudag.

Fimm lið tóku þátt í mótinu að þessu sinni sem var hið fjörlegasta. Selfoss 1 sigraði í öllum sínum leikjum en lið Knattspyrnufélags Árborgar varð í 2. sæti og tapaði einum leik. Baldur Hraungerðishreppi varð í 3. sæti, Selfoss 2 í 4. sæti og Dímon rak lestina með 1 stig.

Úrslit leikja urðu eftirfarandi:
Árborg – Selfoss2 16:13
Dímon – Baldur 10:10
Selfoss1 – Árborg 15:7
Selfoss2 – Dímon 11:10
Dímon – Selfoss1 7:20
Baldur – Selfoss2 18:9
Árborg – Dímon 13:10
Selfoss1 – Baldur 17:9
Selfoss2 – Selfoss1 7:10
Baldur – Árborg 7:12

Mótið var nú haldið í fjórða skipti eftir að það var endurvakið. Handknattleiksnefnd HSK sá um undirbúning og framkvæmd mótsins, en leikmenn skiptust á að dæma leiki. Eins og undanfarin ár var mótið hraðmót þar sem leiktími var 2×10 mín.

Fyrri greinHeimildarmynd um Húsið á RÚV
Næsta greinLungnapest staðfest í Mýrdalnum