Selfyssingar héraðsmeistarar í taekwondo

HSK mótið í taekwondo var haldið á dögunum í íþróttahúsinu Baulu á Selfossi. Umf. Selfoss sigraði stigakeppni mótsins með miklum yfirburðum.

Mótið gekk mjög vel og allir stóðu sig vel, en keppt var í hefðbundnum greinum taekwondo, þ.e.a.s. formum og bardaga og svo var einnig keppt í svokallaðri þrautabraut sem felst í því að fara í gegnum ákveðnar þrautir á sem minnstum tíma. Þrautabraut þessi er orðin fastur liður á árlegu HSK móti í taekwondo og nýtur stigvaxandi áhuga bæði iðkenda og áhorfenda.

Verðlaunahafar á HSK mótinu:
Þrautabraut 12 ára og eldri.
1. sæti Birgir Viðar Svansson. Selfoss
2. sæti Sigurjón Bergur Eiríksson. Selfoss
3. sæti Símon Bau Ellertsson. Hekla

Úrslit poomsae (form)
Senior konur
1. sæti Hekla Þöll Stefánsdóttir. Selfoss
2. sæti Kristín Sesselja Róbertsdóttir. Selfoss

Junior konur
1. sæti Ólöf Ólafsdóttir, Selfoss
2. sæti Dagný María Pétursdóttir. Selfoss

Junior karla
1. sæti Ísak Máni Stefánsson. Selfoss
2. sæti Sigurjón Bergur Eiríksson. Selfoss
3. sæti Guðni Elvar Björnsson. Hekla

Úrslit sparring (bardagi)
Konur
1. sæti Dagný María Pétursdóttir. Selfoss
2. sæti Kristín Sesselja Róbertsdóttir. Selfoss

Senior (hópur 1) karlar
1. sæti Birgir Viðar Svansson. Selfoss
2. sæti Símon Bau Ellertsson. Hekla
3. sæti Jóhannes Erlingsson. Selfoss

Senior (hópur 2) karlar
1. sæti Sigurður Óli Ragnarsson. Selfoss
2. sæti Marek Krawczynski. Hekla

Junior (hópur 1) karlar
1. sæti Ástþór Eydal. Selfoss
2. sæti Guðni Elvar Björnsson. Hekla

Junior (hópur 2) karlar
1. sæti Ingólfur J. Óskarsson. Selfoss
2. sæti Sigurjón Bergur Eiríksson. Selfoss
3. sæti Nikulás G. Torfason. Stokkseyri

Junior (hópur 3) karlar
1.sæti Kristófer Reykjalín. Selfoss
2. sæti Einar Dan Helgason. Selfoss
3. sæti Ásgeir Rong Hui Yo. Selfoss

Stigakeppni félaga
Héraðsmót 13 ára og eldri
1. Selfoss 109 stig
2. Hekla 27 stig
3. Stokkseyri 6 stig

Héraðsmót 12 ára og yngri
1. Selfoss 201 stig
2. Hekla 77 stig
3. Stokkseyri 16 stig