Selfyssingar héraðsmeistarar í handbolta

Lið Selfoss1 sigraði á héraðsmótinu í handbolta sem fram fór í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í dag. Fjögur lið tóku þátt í mótinu.

Selfyssingar unnu alla sína leiki og fengu 6 stig, í 2. sæti voru ríkjandi meistarar í Knattspyrnufélagi Árborgar með 3 stig og sameiginlegt lið Baldurs og Gnúpverja varð í 3. sæti, einnig með 3 stig. Selfoss2 rak lestina án sigurs.

Úrslit leikja í mótinu:
Árborg – Baldur/Gnúpverjar 7-7
Selfoss1 – Selfoss2 13-11
Selfoss1 – Árborg 15-14
Selfoss2 – Baldur/Gnúpverjar 9-19
Selfoss2 – Árborg 9-19
Selfoss1 – Baldur/Gnúpverjar 13-12

Lokastaðan:
1. Selfoss1 6 stig
2. Árborg 3 stig
3. Baldur/Gnúpverjar 3 stig
4. Selfoss2 0 stig

Fyrri greinLést í Silfru
Næsta greinWeekends á toppi árslista Rásar 2