Selfyssingar fastir á botninum

Selfyssingar steinlágu þegar þeir heimsóttu HK í N1-deild karla í handbolta í kvöld, 35-28.

HK var sterkari aðilinn frá byrjun og komst í 6-2 og 9-5 en Selfoss náði að minnka muninn í 13-12 um miðjan fyrri hálfleik. HK tók þá góðan sprett, skoraði átta mörk gegn tveimur á lokamínútum hálfleiksins og leiddi í leikhléi, 21-14.

Selfoss skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks en HK svaraði með fjórum í röð, 25-16, og eftir það var aldrei spurning hvort liðið hefði betur. Munurinn hélst svipaður og lokatölurnar urðu 35-28.

Atli Kristinsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk og Ragnar Jóhannsson skoraði 7.

Fyrri greinDælingu hætt síðdegis
Næsta greinBátaskýli við Þingvallavatn brann