Selfyssingar ekki í úrslit

Birkir Hrafn Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar komast ekki í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en í kvöld tapaði liðið gegn Skallagrími á útivelli, 100-87. Á sama tíma töpuðu Hrunamenn gegn Sindra á Flúðum.

Skallagrímur byrjaði mun betur í leiknum í Borgarnesi og staðan í hálfleik var 51-40. Munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 100-87. Birkir Hrafn Eyþórsson fór fyrir ungu liði Selfoss, skoraði 20 stig og Arnaldur Grímsson var sömuleiðis drjúgur með 19 stig og 5 fráköst.

Á Flúðum voru Sindramenn í heimsókn og þeir tóku frumkvæðið strax í upphafi leiddu í hálfleik 44-51. Í 3. leikhluta tók steininn úr, Sindri jók forskotið í sextán stig og hleyptu Hrunamönnum ekki nær sér í 4. leikhluta. Lokatölur urðu 90-110. Ahmad Gilbert bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum með 37 stig og 13 fráköst.

Þegar ein umferð er eftir af deildinni er Selfoss í 7. sæti með 22 stig og ljóst að liðið mun ekki ná 5. sætinu, sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Hrunamenn eru í 9. sæti með 18 stig.

Skallagrímur-Selfoss 100-87 (31-19, 20-21, 27-23, 22-24)
Tölfræði Selfoss: Birkir Hrafn Eyþórsson 20/4 fráköst, Arnaldur Grímsson 19/5 fráköst, Styrmir Jónasson 12, Ísar Freyr Jónasson 11, Ísak Júlíus Perdue 11/5 stoðsendingar, Sigmar Jóhann Bjarnason 7, Kennedy Clement 7/5 fráköst.

Hrunamenn-Sindri 90-110 (19-28, 25-23, 23-33, 23-26)
Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 37/13 fráköst, Samuel Burt 22/4 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 14, Hringur Karlsson 7/4 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 2/7 fráköst, Dagur Úlfarsson 2, Þorkell Jónsson 2, Patrik Gústafsson 2, Kristófer Tjörvi Einarsson 2.

Fyrri grein„Þú verður ekki betri en þarmaflóran þín“
Næsta greinTöpuðu aldrei gleðinni