Selfyssingar deildarmeistarar

Lið Selfoss í 3. flokki karla í handbolta tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á Íslandsmótinu á dögunum og fengu bikarinn afhentan eftir leik gegn Stjörnunni í vikunni.

Stjarnan var betri aðilinn mestan hluta leiksins og náðu strákarnir aðeins einu sinni að vera yfir í leiknum en tókst ekki að landa sigri. Staðan í hálfleik var 15-18 fyrir gestina.

Þó að liðið hafi alls ekki spilað sinn besta leik þá skipti það ekki máli því að þeir voru orðnir deildarmeistarar fyrir leikinn. Þrátt fyrir það eiga þeir einn leik eftir í deildinni á móti Val á útivelli í næstu viku. Að þeim leik loknum tekur úrslitakeppnin við.

Það er ekki ljóst hver andstæðingurinn verður í 8-liða úrslitum en það mun væntanlega skýrast um mánaðarmótin.

Fyrri greinRúnar inn að skinni
Næsta greinNetstúlka Sunnlenska.is – kosningin hafin