Selfyssingar byrja degi seinna

KSÍ staðfesti í dag leikjaniðurröðun á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fyrsti leikur Selfyssinga í Pepsideildinni, gegn Fylki, verður leikinn þriðjudaginn 11. maí, degi seinna en upphaflega var gert ráð fyrir.

Viðureign Vals og Íslandsmeistara FH verður opnunarleikur mótsins en það er eini leikurinn sem fer fram mánudaginn 11. maí.

Útlit er fyrir spennandi sumar í knattspyrnunni á Selfossi og margir orðnir óþreyjufullir að tímabilið hefjist. Þeir sömu þurfa nú að sitja á sér einn dag til viðbótar.

Fyrri grein10. bekkingar Hvolsskóla útnefndir varðliðar umhverfisins
Næsta greinNý öskufallsspá