Selfyssingar byrja á útivelli

Selfyssingar og Skagamenn hafa víxlað heimaleikum sínum í 1. deild karla í knattspyrnu. Selfyssingar hefja því leik á útivelli næstkomandi föstudag.

Að sögn Sveinbjörns Mássonar, vallarstjóra, er Selfossvöllur í þolanlegu standi en ákveðnir blettir, sérstaklega annar vítateigurinn sem var undir klaka í vetur, er ekki nærri því nógu góður.

„Við fórum eftir ráðleggingum frá grasvallasérfræðingi okkar hjá Golfklúbbi Selfoss og Skagamenn voru boðnir og búnir þannig að það var ekki spurning að breyta leiknum til þess að hlífa vellinum,“ sagði Sveinbjörn í samtali við sunnlenska.is.

Kvennalið Selfoss á fyrsta leik á heimavelli næstkomandi þriðjudag og verður hann væntanlega spilaður á gervigrasvellinum. Sveinbjörn telur líklegt að fyrsti grasleikur sumarsins á Selfossvelli verði þann 18. maí þegar kvennaliðið tekur á móti Þór/KA.

Fyrri greinHaukur Már sigraði á 1. maí mótinu
Næsta greinJóna Björg ráðin leikskólastjóri