Selfyssingar byrja á heimavelli

Selfyssingar munu hefja leik í 1. deild karla í knattspyrnu á heimavelli næstkomandi laugardag, en ekki á Ísafirði eins og til stóð.

Keppni í 1. deild karla hefst um næstu helgi en vallaraðstæður á Ísafirði bjóða ekki upp á knattspyrnuiðkun. Selfoss og BÍ/Bolungarvík víxluðu því heimaleikjum og verður leikið á iðagrænum velli á Selfossi á laugardag.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is er líklegra að leikurinn fari fram á gervigrasvellinum á Selfossi þar sem kalt vor hefur einnig haft sín áhrif á velli hér sunnan lands.

Fyrri greinÁrborg skilar meiri rekstrarafgangi en áætlað var
Næsta greinKarl og Jóhannes gerðir að heiðursfélögum