Selfyssingar bikarmeistarar í 2. flokki

Selfoss varð í kvöld Eimskips bikarmeistari 2.flokks karla í handbolta þegar liðið sigraði Val, 32-29 í hörkuleik.

Staðan í hálfleik var 15-15. Janus Smárason, leikmaður Selfoss, var valinn maður leiksins.

4. flokkur karla lék einnig til úrslita í dag gegn FH. FH-ingar reyndust sterkari og unnu öruggan sigur, 27-18. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir FH.