Kvennalið Selfoss er í toppsæti 1. deildarinnar í körfubolta eftir öruggan sigur á ungmennaliði Stjörnunnar í Garðabænum í dag. Lokatölur urðu 60-81.
Selfoss hafði mikla yfirburði í upphafi og komst í 6-20 í 1. leikhluta. Staðan var 11-25 að honum loknum. Annar leikhluti var jafn og Selfoss hélt forskotinu, 30-43 í hálfleik.
Í seinni hálfleik hélt Selfoss öruggu forskoti og með því að skora síðustu sjö stigin í 4. leikhluta tryggðu þær sér 21 stigs sigur.
Mathilde Sorensen var stigahæst Selfyssinga með 28 stig og Jessica Tomasetti var með risaframlag; 25 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar.
Selfyssingar eru í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga, 6 stig en Stjarnan u er í 7. sæti með 2 stig.
Stjarnan u-Selfoss 60-81 (11-25, 19-18, 20-22, 10-16)
Tölfræði Selfoss: Mathilde Sorensen 28/6 fráköst, Jessica Tomasetti 25/19 fráköst/10 stoðsendingar, Valdís Una Guðmannsdóttir 10/5 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7/11 fráköst, Þóra Auðunsdóttir 4, Anna Katrín Víðisdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 2, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 5 stoðsendingar.

