Selfyssingar á palli í þolaksturskeppni

(F.v.) Alexander Adam, Eiður Orri Pálmarson sem sigraði og Eric Máni. Ljósmynd/UMFS

Síðasta umferð í mótaröðinni Enduro fyrir alla var haldin í Þorlákshöfn síðastliðna helgi en þar hefur ekki verið haldin keppni í fjöldamörg ár.

Fimmtíu keppendur voru skráðir til leiks, keppnin er 90 mín þolakstur sem endaði í næstum tveimur tímum í krefjandi sandinum.

Tveir ungir félagsmenn frá motocrossdeild Umf. Selfoss náðu frábærum árangri í keppninni en Alexander Adam Kuc varð annar á tímanum 1:55,00 klst og Eric Máni Guðmundsson varð þriðji en hann kom í mark 50 sekúndum á eftir Alexander.

Fyrri greinBjörgvin Þ. sendir frá sér nýjan disk
Næsta greinEyrbekkingar gerðu víðreist um Reykjanes