Selfyssingar á botninum

Agnes Sigurðardóttir skoraði sex mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar sitja á botni 1. deildar kvenna í handbolta en liðið tapaði í dag gegn Gróttu á útivelli, 35-28.

Grótta komst í 7-3 í upphafi leiks en Selfoss náði að minnka muninn í 10-8 um miðjan fyrri hálfleikinn. Munurinn hélst svipaður þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá skoraði Grótta þrjú mörk í röð og náði sex marka forystu. Staðan var 19-14 í hálfleik.

Munurinn hélst svipaður í seinni hálfleik en Grótta náði mest níu marka forskoti, 32-23. Selfoss náði að minnka muninn aftur niður í sex mörk en Grótta vann að lokum sjö marka sigur, 35-28.

Lara Zidek var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Agnes Sigurðardóttir skoraði 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 2 og þær Kristín Una Hólmarsdóttir og Rakel Guðjónsdóttir skoruðu sitt markið hvor.