Selfossvörurnar fást í Stúdíó Sport

Viktor S. Pálsson formaður Umf. Selfoss og Linda Rós Jóhannesdóttir eigandi Stúdíó Sport gengu frá samningnum. Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

Í lok síðasta árs var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur milli Ungmennafélags Selfoss og Stúdíó Sport á Selfossi.

Samningurinn felur í sér að vörur Umf. Selfoss frá Jako Sport á Íslandi verða til sölu í verslun Stúdíó Sport á Selfossi.

„Það er félaginu afar mikils virði að eiga góða samstarfsaðila í heimabyggð og mun samningurinn tryggja að iðkendur og forráðamenn geta nálgast Selfossvörurnar á skjótan og góðan hátt ásamt því að efla umgjörð og gæði í kringum starf félagsins,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinKannaðist ekki við efnin í bílnum
Næsta greinKia Gullhringurinn flytur sig á Selfoss