Selfossliðunum spáð 7. og 8. sæti

Guðmundur Hólmar skoraði níu mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þjálfarar, leikmenn og formenn liðanna í Olísdeildunum í handbolta spá Selfossi 7. sætinu í Olísdeild karla og 8. og neðsta sætinu í Olísdeild kvenna.

Árlegur kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki.

Karlalið Selfoss hefur leik á fimmtudagskvöldið með heimsókn til Fram í Safamýrina. Olísdeild kvenna hefst viku síðar en laugardaginn 17. september hefja Selfyssingar leik gegn HK á útivelli.

Þá er ungmennaliði Selfoss spáð 7. sætinu í Grill 66- deild karla. Fyrsti leikur ungmennaliðsins er gegn Víkingi á útivelli föstudaginn 23. september.

Spáin í Olís-deild karla:
1. Valur (346 stig)
2. ÍBV (328 stig)
3. Stjarnan (291 stig)
4. FH (270 stig)
5. Haukar (244 stig)
6. Afturelding (211 stig)
7. Selfoss (169 stig)
8. Fram (159 stig)
9. KA (158 stig)
10. Grótta (100 stig)
11. Hörður (58 stig)
12 ÍR (40 stig)

Spáin í Olís-deild kvenna:
1. Valur (140 stig)
2. Fram (134 stig)
3. ÍBV (113 stig)
4. Stjarnan (90 stig)
5. KA/Þór (73 stig)
6. Haukar (58 stig)
7. HK (33 stig)
8. Selfoss (31 stig)

Spáin í Grill 66-deild karla:
1. HK (267 stig)
2. Víkingur R. (203 stig)
3. Þór Ak. (194 stig)
4. Fjölnir (161 stig)
5. Valur U (147 stig)
6. Haukar U (118 stig)
7. Selfoss U (80 stig)
8. Fram U (75 stig)
9. Kórdrengir (61 stig)
10. KA U (44 stig)

Fyrri greinUppsveitir og Árborg úr leik
Næsta greinDrífa skipuð í orðunefnd