Selfossliðið tryggði sér sæti á EM

Kvennalið Selfoss í úrvalsflokki tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum þegar þær lentu í 2. sæti á seinni hluta Íslandsmótsins í hópfimleikum sem fram fór í Garðabæ.

Gerpla hafði tryggt sér sæti á EM fyrir mótið og keppnin stóð á milli Stjörnunnar og Selfoss um annað laust sæti. Selfossstúlkur skiluðu æfingum sínum með sóma og tóku silfrið sem skilaði þeim farseðli til Svíþjóðar. Gerpla sigraði í kvöld með 47,7 stig, Selfoss var í 2. sæti með 45,75 stig og Stjarnan í 3. sæti með 43,7 stig.

Gerpla sigraði á öllum áhöldum og Selfossliðið var í 2. sæti á öllum áhöldum. Einkunnir Selfoss voru 15,15 á gólfi, 15,85 á dýnu og 14,75 á trampólíni.

Lið 1. flokks Selfoss tók einnig þátt í mótinu og varð í 6. sæti með 38,5 stig.

Evrópumeistaramótið fer fram í Malmö í haust.

Fyrri greinSex mánaða fangelsi fyrir að blekkja lögreglu
Næsta greinÖskufjúk á Rangárvöllum