Selfosskonur skora á Stjörnuliðið

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu fór skemmtilega leið í ísfötuáskoruninni en lögreglan á Selfossi og Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, höfðu skorað á stelpurnar að hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun með ísbaði.

Selfossstelpurnar gerðu sér ferð til Hauks og Ragnhildar í Austurási í Sandvíkurhreppi í dag og fengu þar lánaðan traktor með skóflu sem fyllt var af ísköldu vatni. Síðan var látið vaða og má sjá afraksturinn á myndbandi hér að neðan.

Áskorunin gengur að sjálfsögðu áfram og skorar Selfossliðið á meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni, Sveinbjörn Másson og Fylkisþjálfarana Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Hermann Hreiðarsson.

Ísfötuáskorunin hefur tröllriðið heimsbyggðinni að undanförnu en henni er ætlað að vekja athygli á MND og ALS sjúkdómnum. Selfossstelpurnar skora á alla að styrkja MND samtökin á Íslandi, 0516-05-410900, kt. 630293-3089.

„Takk fyrir okkur og sjáumst öll á Laugardalsvellinum á morgun kl 16.00 Áfram Selfoss!“

Fyrri greinSelfyssingar nánast búnir að bjarga sér
Næsta greinSilja Dögg: Skyggni ágætt – bjart framundan