Selfosskonur rúlluðu yfir Þrótt

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á Þrótti í lokaumferð Lengjubikarsins í knattspyrnu á Selfossvelli í dag. Lokatölur voru 5-0.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléinu.

Mörkunum rigndl inn í síðari hálfleik. Thelma Sif Kristjánsdóttir kom Selfoss í 2-0 áður en Guðmunda bætti þriðja markinu við. Áður en yfir lauk höfðu Katrín Rúnarsdóttir og Eva Lind Elíasdóttir bætt við mörkum.

Selfoss lauk keppni í 4. sæti riðilsins með 6 stig, liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur. Þróttur varð í neðsta sæti og vann ekki leik.