Selfosskonur öruggar með toppsætið

Selfyssingar tryggðu sér efsta sætið í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu í dag með öruggum 0-5 sigri á Fram á útivelli.

Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum og markaskorunin dreifðist vel á liðið. Guðmunda Óladóttir, Katrín Ýr og Anna María Friðgeirsdætur, Guðrún Arnardóttir og Berþóra Gná Hannesdóttir skoruðu mörk liðsins.

Selfoss hefur fjögurra stiga forskot á Hauka þegar ein umferð er eftir en liðin leika innbyrðis í lokaumferðinni.

Fyrsta sætið er því Selfyssinga sem munu leika gegn Keflavík eða HK/Víkingi, heima og heiman, um sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta ári.

Í A-riðlinum er FH á toppnum, undir stjórn Helenu Ólafsdóttur, en FH mætir Haukum í Hafnarfjarðarslag um hvort liðið fer í Pepsi-deildina. Þjálfari Hauka er Selfyssingurinn Salih Heimir Porca.