Selfosskonur lögðu ÍA

Selfoss lagði ÍA í Lengjubikar kvenna, 3-1, þegar liðin mættust á Selfossvelli í dag.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Íris Sverrisdóttir skoraði fyrsta mark liðsins. Guðmunda Brynja Óladóttir bætti síðan öðru marki við fyrir leikhlé.

Guðmunda kom Selfoss síðan í 3-0 í síðari hálfleik en Skagamenn náðu að minnka muninn í 3-1 og þar við sat.

Með sigrinum fór Selfoss upp fyrir ÍA í 2. sæti riðilsins. Selfoss hefur 9 stig en Þróttur er í efsta sætinu með 12 stig. Bæði lið eiga einn leik eftir, Selfoss mætir HK/Víkingi nk. sunnudag og á sama tíma eigast við ÍA og Þróttur.