Selfosskonur komnar í úrslit

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gærkvöldi án þess þó að spila leik.

Fram vann sinn fyrsta sigur í deildinni í gærkvöldi þegar liðið lagði Fjölni 0-1. Þetta var fyrsti sigur Fram í sumar og úrslitin þýða að Fjölnir, sem er í 3. sæti með 16 stig, getur ekki náð Selfossliðinu að stigum en Selfoss er í toppsætinu með 25 stig.

Selfossliðið tekur á móti Tindastól kl. 19:30 á morgun á Selfossvelli.