Selfosskonur í vígahug

Tinna Soffía Traustadóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi í Grill66 deildinni í handbolta í kvöld, þegar liðin mættust í Set-höllinni. Lokatölur urðu 29-21.

Selfoss lék frábærlega í fyrri hálfleik og leiddi frá upphafi en staðan var orðin 12-3 eftir rúmlega sextán mínútna leik. Munurinn varð mestur ellefu mörk í fyrri hálfleik en staðan var 16-7 í hálfleik.

Forskot Selfyssinga var öruggt í seinni hálfleiknum. Víkingur náði að minnka muninn í sjö mörk en Selfoss hélt vel á spöðunum í framhaldinu og tryggði sér öruggan sigur.

Selfoss er nú í 3. sæti deildarinnar með 11 stig en Víkingur er í 6. sæti með 8 stig.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga í dag með 7 mörk, Roberta Strope skoraði 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 2 og þær Rakel Hlynsdóttir, Inga Sól Björnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinNaumt tap á heimavelli
Næsta greinSnuðra og Tuðra, Þórarinn Eldjárn og aðrar kanónur