Selfoss varð undir í seinni hálfleik

Selfoss fékk skell í seinni hálfleik þegar liðið mætti Stjörnunni á útivelli í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld.

Eftir jafnan fyrri hálfleik settu Stjörnukonur í fluggírinn í seinni hálfleik og sigruðu 30-21.

Selfoss skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum og leiddi nánast allan fyrri hálfleikinn. Stjarnan jafnaði 11-11 þegar rúmar tvær mínútur voru til hálfleiks en staðan var 13-12 í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Stjarnan svo sex mörki í röð og breytti stöðunni í 20-13 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þar með var öll spenna farin úr leiknum og Stjörnukonur höfðu góð tök á honum það sem eftir var

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst Selfyssinga með 5/2 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu 4, Hulda Dís Þrastardóttir og Agnes Sigurðardóttir 3 og þær Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir skoruðu 1 mark hvor.

Viviann Petersen varði 5/1 skot í marki Selfoss og Þórdís Erla Gunnarsdóttir 2.

Selfoss er í 6. sæti Olísdeildarinnar með 5 stig eftir sjö leiki.

Fyrri greinSundlaugum lokað og íbúar hvattir til að spara heita vatnið
Næsta greinEndasprettur Hamars dugði ekki til