Selfoss vann upp níu marka forskot

Selfoss og Stjarnan gerðu 25-25 jafntefli þegar liðin mættust á öðrum degi Ragnarsmótsins í handbolta í Vallaskóla á Selfossi í kvöld.

Stjörnumenn voru skrefinu á undan í upphafi leiks en um miðjan fyrri hálfleikinn tóku þeir á sprett, skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni úr 5-6 í 5-12. Staðan var 10-16 í hálfleik.

Útlitið var orðið mjög svart fyrir Selfyssinga í upphafi síðari hálfleiks en Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörkin og staðan þá orðin 10-19. Þá skoruðu Selfyssingar átta mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 18-19. Lokamínúturnar voru í járnum en niðurstaðan varð 25-25 jafntefli.

Hörður Másson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk. Sindri Már Sveinsson og Sverrir Pálsson skoruðu báðir 4 mörk, Elvar Örn Jónsson 3, Árni Geir Hilmarsson, Hergeir Grímsson, Ómar Helgason og Jóhann Erlingsson skoruðu allir 2 mörk og Gunnar Ingi Jónsson eitt.

Starri Friðriksson var markahæstur Stjörnumanna með 7 mörk og Þórir Ólafsson skoraði 5.

Í fyrri leik kvöldsins áttust við Valur og Afturelding og lauk þeim leik einnig með jafntefli, 22-22. Staðan var 12-10 í hálfleik, Aftureldingu í vil. Elvar Friðriksson og Geir Guðmundsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Val en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu.

Á morgun, föstudag, mætast Afturelding og Grótta kl. 18:30 og Selfoss mætir HK kl. 20:00.

Fyrri greinGunnar Örn settur lögreglustjóri og sýslumaður
Næsta greinVilja ekki sameinast grönnum sínum