Selfoss vann tvöfalt á Akureyri

Selfoss vann tvöfaldan sigur á Akureyrarmótinu í handbolta í 6. flokki drengja og stúkna á yngra ári um helgina.

Mótafyrirkomulagið er þannig að leikin eru fimm fjölliða mót þar sem öll liðin á landinu koma saman og besti samanlagður árangur veitir Íslandsmeistaratitil.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega á fyrsta móti vetrarins, bæði stelpurnar og strákarnir stóðu uppi sem sigurverarar í keppni A-liða, en um 40 lið voru skráð til leiks.

Þetta eru krakkar fæddir 2001 og sannarlega frábær efniviður þar á ferð. Helgin á Akureyri var mjög vel heppnuð, en fjölmargir foreldrar fylgdu krökkunum.

Guðmundur Sigmarsson er þjálfari strákanna og Sigrún Arna Brynjarsdóttir er þjálfari stelpnanna.

Vefur UMFS

Fyrri greinHámarkshraði lækkaður við Sogið
Næsta greinIngólfur seldur á tæpa milljón