Selfoss vann tveggja marka sigur

Kvennalið Selfoss vann góðan útisigur á FH í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 25-27.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 9-14. FH byrjaði hins vegar miklu betur í seinni hálfleik og náði að jafna, 15-15.

Eftir það náðu Selfyssingar frumkvæðinu aftur og náðu tveggja marka forystu. Þrátt fyrir að FH andaði niður um hálsmálið á Selfyssingum allan seinni hálfleikinn þá náðu Selfyssingar að sigla nokkuð öruggum sigri í höfn, 25-27.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Adina Ghidoarca voru markahæstar Selfyssinga, báðar með 8 mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 4.

Selfoss er áfram í 7. sæti deildarinnar, nú með 16 stig, jafnmörg stig og Stjarnan, sem á leik til góða.

Fyrri greinLambastaðir og Hraunmörk eru framúrskarandi
Næsta greinFyrsti sigur FSu í deildinni