Selfoss vann Suðurlandsslaginn

Collin Pryor var maður leiksins. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss tók á móti Hamri í Suðurlandsslag í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan leik tryggðu Selfyssingar sér sigurinn á lokasprettinum, 93-83.

Leikurinn var hnífjafn fyrstu þrjá leikhlutana en Hamar leiddi í hálfleik 43-44. Það var ekki fyrr en í upphafi 4. leikhluta að Selfyssingar náðu áhlaupi og komu sér upp níu sitga forskoti, 76-67.

Hamar náði að minnka muninn í þrjú stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Selfyssingar luku leiknum á 10-3 áhlaupi og tryggðu sér tíu stiga sigur.

Kristijan Vladovic var stigahæstur Selfyssinga með 28 stig og Collin Pryor átti stórleik með 24 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Hjá Hamri var Franck Kamgain stigahæstur með 31 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 6 stig en Hamar í 11. sæti með 2 stig.

Selfoss-Hamar 93-83 (28-27, 15-17, 21-19, 29-20)
Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 28, Collin Pryor 24/8 fráköst/12 stoðsendingar, Tristan Máni Morthens 14, Steven Lyles 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Hrannar Bjarmason 7/5 fráköst, Halldór Halldórsson 7, Pétur Hartmann Jóhannsson 3.

Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 31/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lúkas Aron Stefánsson 17/8 fráköst, Atli Rafn Róbertsson 13/8 fráköst, Egill Þór Friðriksson 11, Björn Ásgeir Ásgeirsson 8, Birkir Máni Daðason 3, Arnar Dagur Daðason 4 fráköst.

Fyrri greinGæti ekki spilað á hljóðfæri til að bjarga lífi mínu
Næsta greinFundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands