Selfoss vann stigakeppnina

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss í lok nóvember. Mótið er fyrir 14 ára og yngri keppendur en eldri iðkendur tóku einnig þátt sem gestir.

Um er að ræða keppni í einstaklingsgreinum, en keppendur 11-14 ára keppa til stiga fyrir félagið sitt. Fjögur félög af HSK-svæðinu tóku þátt í mótinu, Selfoss, Hamar, Dímon og Hekla. Heildarfjöldi keppenda var 61 og stungu þeir sér 149 sinnum í sundlaugina.

Mestu bætinguna milli ára átti Ástríður Björk Sveinsdóttir frá Dímon í 50 m baksundi. Hún synti á 58,35 sek, en 2011 var tíminn hjá henni 1:15,78 mín. Bætingin var því 17,43 sek. milli ára.

Stigahæsta félag mótsins var Selfoss með 114 stig. Dímon fékk 68 stig, Hamar fékk 61 stig og Hekla 4 stig.

HSK meistarar:

50 m skriðsund 10 & yngri
Ásrún Ásta Ásmundardóttir Hekla 46,91
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 46,81

100 m skriðsund 13-14 ára
Eydís Líf Þórisdóttir Selfoss 1:22,68
Kári Valgarðsson Selfoss 1:06,69

50 m bringusund 11-12 ára
Hafrún Birna Björnsdóttir Hamar 49,06
Högni Þór Þorsteinsson Dímon 46,39

100 m baksund 13-14 ára
Vilborg Óttarsdóttir Hamar 1:33,71
Kári Valgarðsson Selfoss 1:15,93

50 m skriðsund 11-12 ára
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 40,72
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 35,22

100 m flugsund 13-14 ára
Vilborg Óttarsdóttir Hamar 1:33,40
Kári Valgarðsson Selfoss 1:14,57

50 m bringusund 10 & yngri
Ásrún Ásta Ásmundardóttir Hekla 1:01,18
Jakob Þórir Hansen Dímon 1:01,88

50 m baksund 11-12 ára
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 50,00
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 46,92

50 m baksund 10 & yngri
India Samaltte Welch Hamar 57,43
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 52,84

100 m bringusund 13-14 ára
Eydís Líf Þórisdóttir Selfoss 1:43,90
Logi Jökulsson Selfoss 1:40,62

50 m flugsund 11-12 ára
Eydís Birta Þrastardóttir Selfoss 46,43
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 43,84

50 m flugsund 10 & yngri
Ísak Dagur Guðmundsson Selfoss 1:09,22

Fyrri greinStefna á opnun um miðjan janúar
Næsta greinStarfsmaður verslunar kærður fyrir fjárdrátt