Selfoss vann stigakeppnina með yfirburðum

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli fyrir skömmu. Sex félög af svæðinu sendu samtals 75 keppendur til leiks en 32 af þeim voru 10 ára og yngri.

Mótið tók 2 ½ tíma, en ekki var að sjá bilbug á keppendum, foreldrum eða starfsmönnum þrátt fyrir að allir væru orðnir vel blautir þar sem það ringdi megnið af mótinu. Alls voru stungurnar 161 og Svanur Ingvarsson ræsti af sinni kunnu snilld.

Besta afrek mótsins vann Laila Sicoli úr Umf. Selfoss. Hún synti 100 m skriðsund á 1:12,34 mín sem gefur 494 stig samkvæmt stigatöflu FINA. Selfoss vann stigakeppina með nokkrum yfirburðum líkt og í fyrra.

Sundnefnd HSK vill koma á framfæri þakklæti til starfsmanna sundlaugarinnar á Hvolsvelli sem aðstoðuðu og allan hátt og lögðu sig fram um að vel færi um alla, að ógleymdu heimafólki í Dímon, sem bauð upp á grillaðar pylsur frá SS.

Keppendur 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu og engir HSK meistarar voru krýndir í þeim flokkum. Hér er getið um HSK meistara í flokkum 11 – 18 ára.

HSK meistarar:
100 m skriðsund 11 – 12 ára

Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 1:30,52
Sara Ægisdóttir Selfoss 1:38,71

100 m skriðsund 13 – 14 ára
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:07,91
Ástríður Björk Sveinsdóttir Dímon 1:26,03

100 m skriðsund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 1:04,31
Laila Sicoli Selfoss 1:12,34

100 m fjórsund 11 – 12 ára
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 1:54,96
Sara Ægisdóttir Selfoss 2:00,21

200 m fjórsund 13 – 14 ára
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 3:12,09
Eydís Birta Þrastardóttir Selfoss 3:36,84

200 m fjórsund 15 – 18 ára
Baldur Þór Bjarnason Selfoss 3:36,84

100 m baksund 11 – 12 ára
Heiðar Óli Guðmundsson Hekla 2:04,96
Thelma Ína Magnúsdóttir Selfoss 2:05,61

100 m baksund 13 – 14 ára
Orri Bjarnason Dímon 1:32,59
Guðrún Rós Guðmundsdóttir Hamar 1:51,79

100 m baksund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 1:22,63
Heiða Arnardóttir Hamar 1:33,89

100 m bringusund 11 – 12 ára
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 2:03,88
Sara Ægisdóttir Selfoss 2:06,41

100 m bringusund 13 – 14 ára
Högni Þór Þorsteinsson Dímon 1:34,59
Guðrún Rós Guðmundsdóttir Hamar 1:54,19

100 m bringusund 15 – 18 ára
Baldur Þór Bjarnason Selfoss 1:54,19
Heiða Arnardóttir Hamar 1:43,47

100 m flugsund 11 – 12 ára
Thelma Ína Magnúsdóttir Selfoss 2:27,09

100 m flugsund 13 – 14 ára
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:29,25
Eydís Birta Þrastardóttir Selfoss 1:44,50

100 m flugsund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 1:20,56

Stigakeppni félaga:
1. Selfoss 160 stig
2. Hamar 98 stig
3. Dímon 90 stig
4. Garpur 12 stig
5. Hekla 6 stig
6. Hrunamenn 3 stig

Fyrri greinHraðakstursbrotum fækkar
Næsta greinStrákarnir okkar: Viðar skoraði og lagði upp