Selfoss vann stigakeppnina

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli um síðustu helgi. Fjögur félög af svæðinu sendu keppendur til leiks.

Besta afrek mótsins vann Kári Valgeirsson úr Umf. Selfoss. Hann synti 100 m skriðsund á 1:03,28 mín sem gefur 407 stig samkvæmt stigatöflu FINA. Selfoss vann stigakeppina með nokkrum yfirburðum.

Keppendur 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu og engir HSK meistarar voru krýndir í þeim flokkum. Hér er getið um HSK meistara í flokkum 11 – 18 ára.

HSK meistarar:

100 m skriðsund 11 – 12 ára
Adrian Zoladek Selfoss 1:40,84
Thelma Ína Magnúsdóttir Selfoss 1:28,40

100 m skriðsund 13 – 14 ára
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 1:26,94
Guðrún Rós Guðmundsdóttir Hamar 1:22,59

100 m skriðsund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 1:03,28
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 1:25,68

100 m fjórsund 11 – 12 ára
Elísabet Helga Halldórsd. Selfoss 1:58,77

200 m fjórsund 13 – 14 ára
Ásrún Ýr Jóhannsdóttir Selfoss 4:26,53

200 m fjórsund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 2:54,85
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 3:53,00

100 m baksund 11 – 12 ára
Adrian Zoladek Selfoss 2:09,56
Birgitta Ósk Hlöðversd. Selfoss 1:57,52

100 m baksund 13 – 14 ára
Oliver Gabriel Figlarski Selfoss 1:43,56
Ástríður Björk Sveinsdóttir Dímon 1:45,21

100 m baksund 15 – 18 ára
Dagbjartur Kristjánsson Hamar 1:26,03
Antonia L. Dietrich Dímon 2:21,25

100 m bringusund 11 – 12 ára
Adrian Zoladek Selfoss 2:09,13
Birgitta Ósk Hlöðversd. Selfoss 1:53,28

100 m bringusund 13 – 14 ára
Heiðar Óli Guðmundsson Heklu 1:53,00
Ástríður Björk Sveinsdóttir Dímon 1:50,52

100 m bringusund 15 – 18 ára
Helgi Þór Þorsteinsson Dímon 1:39,4
Ásta Sól Hlíðdal Dímon 1:51,78

100 m flugsund 11 – 12 ára
Thelma Ína Magnúsdóttir Selfoss 2:02,40

100 m flugsund 15 – 18 ára
Kári Valgeirsson Selfoss 1:20,28

Stigakeppni félaga:
1. Selfoss 149 stig
2. Dímon 95 stig
3. Hamar 57 stig
4. Hekla 13 stig

Fyrri greinOpið hús í Bragganum í kvöld
Næsta greinStúdentspróf í listum á námsskrá