Selfoss vann öruggan sigur

Selfoss og Mílan mættust í stórleik umferðarinnar í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Heimavöllurinn reyndist Selfyssingum drjúgur og sigruðu þeir örugglega, 30-19.

Selfyssingar höfðu frumkvæðið framan af leiknum og leiddu í hálfleik, 13-10. Þeir vínrauðu tóku svo af skarið á fimmtán mínútna kafla í síðari hálfleik og völtuðu yfir gestina svo að í lokin munaði ellefu mörkum.

Hörður Másson, Egill Eiríksson og Alexander Egan voru markahæstir hjá Selfyssingum með 6 mörk, Egidijus Mikalonis og Jóhannes Eiríksson skoruðu báðir 3 mörk, Matthías Halldórsson 2 og þeir Guðjón Ágústsson, Ómar Helgason, Jóhann Erlingsson og Andri Már Sveinsson skoruðu allir 1 mark.

Hjá Mílan var Ársæll Ársælsson markahæstur með 7 mörk, Eyvindur Gunnarsson og Rúnar Hjálmarsson skoruðu báðir 4 mörk, Árni Felix Gíslason 2 og þeir Viðar Ingólfsson og Eyþór Jónsson skoruðu sitt markið hvor.

Selfyssingar eru í 3. sæti deildarinnar með 25 stig en Mílan er í 7. sæti með 8 stig.

Fyrri greinÍtreka afar slæma veðurspá
Næsta greinHamar í fínum málum