Selfoss vann fyrsta leik ársins

Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 7 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrsti handboltaleikur ársins 2020 var viðureign Selfoss og Vals-U í Grill 66 deild kvenna. Liðin mættust að Hlíðarenda í kvöld og vann Selfoss öruggan sigur, 22-27.

Selfoss hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins, leiddi 13-15 í leikhléi og jók forskotið svo enn frekar í síðari hálfleik.

Hulda Dís Þrastardóttir var sterk í vörn og sókn hjá Selfyssingum en hún va rmarkahæst með 7/2 mörk. Tinna Traustadóttir og Katla María Magnúsdóttir skoruðu báðar 6 mörk, Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3 og Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Henriette Östergard átti frábæran leik í marki Selfoss, varði 20 skot og var með 47% markvörslu.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en Valur-U er í 6. sæti með 13 stig.

Fyrri greinÞórsarar sterkir í lokin
Næsta greinSigurður ráðinn deildarstjóri