Selfoss vann færeysku Víkingana

Karlalið Selfoss og Víkingur Færeyjum áttust við í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi í dag. Selfyssingar unnu sannfærandi 2-0 sigur.

Selfyssingar voru sterkari allan leikinn og spiluðu öflugan varnarleik. Í markinu stóð síðan serbneskur markvörður sem er til reynslu hjá félaginu.

Fyrra markið skoraði Ólafur Finsen úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Tómas Leifsson var togaður niður. Tómas lagði síðan seinna markið upp með góðri fyrirgjöf og Ingi Rafn Ingibergsson smellti boltanum í netið.

Fyrri greinKFR jafnaði í blálokin
Næsta greinAftur til starfa eftir tveggja ára eldgosahlé