Selfoss vann Fylki á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld á meðan Hamar tapaði á heimavelli gegn Þór frá Akureyri.
Selfyssingar byrjuðu betur á móti Fylki og leiddu eftir 1. leikhluta en Fylkir kom til baka í 2. leikhluta og staðan var 46-47 í hálfleik. Leikurinn var hnífjafn í 3. leikhluta en í þeim fjórða náðu Selfyssingar að auka forskot sitt og sigruðu að lokum 88-98. Kristijan Vladovic var besti maður vallarins með 28 stig og 7 stoðsendingar fyrir Selfoss.
Hamar byrjaði af miklum krafti gegn Þór Ak í Hveragerði í kvöld. Hvergerðingar röðuðu niður körfum í fyrri hálfleik og staðan var 55-49 í leikhléi. Í seinni hálfleiknum voru það hins vegar Akureyringar sem réðu lögum og lofum og unnu þeir að lokum öruggan sigur, 89-115. Arnar Dagur Daðason var framlagshæstur Hamarsmanna, með 18 stig eins og Franck Kamgain en hinn síðarnefndi tók 10 fráköst að auki.
Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 8 stig en Hamarsmenn eru komnir í botnsætið með 2 stig.
Hamar-Þór Ak. 89-115 (33-25, 22-24, 15-30, 19-36)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 18/7 fráköst/10 stoðsendingar, Arnar Dagur Daðason 18/5 stoðsendingar, Birkir Máni Daðason 16, Lúkas Aron Stefánsson 13, Ryan Peters 11/9 fráköst, Atli Rafn Róbertsson 7, Egill Þór Friðriksson 6.
Fylkir-Selfoss 88-98 (23-29, 23-18, 27-25, 15-26)
Tölfræði Selfoss: Kristijan Vladovic 28/4 fráköst/7 stoðsendingar, Tristan Máni Morthens 20, Fjölnir Morthens 19/5 fráköst, Collin Pryor 11/9 fráköst/9 stoðsendingar, Steven Lyles 11, Óðinn Freyr Árnason 3, Halldór Halldórsson 2/4 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 2, Fróði Larsen Bentsson 2.
