Selfoss úr leik í bikarnum

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss er úr leik í bikarkeppni karla í handbolta eftir tap gegn HK á útivelli í 2. umferð keppninnar í kvöld.

HK skoraði fyrstu tvö mörkin og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Munurinn varð mestur fimm mörk en Selfoss skoraði tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik og staðan var 12-9 í leikhléi.

Munurinn hélst í 2-3 mörkum lengst af seinni hálfleik en undir lok hans juku HK-menn muninn enn frekar og Selfyssingar áttu engin svör.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 7/1 mörk, Haukur Páll Hallgrímsson skoraði 4, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Anton Breki Hjaltason og Álvaro Mallols 2 og þeir Elvar Elí Hallgrímsson, Guðjón Óli Ósvaldsson, Hákon Garri Gestsson, Tryggvi Sigurberg Traustason og Jónas Karl Gunnlaugsson skoruðu allir 1 mark.

Alexander Hrafnkelsson varði 12 skot í marki Selfoss og var með 31% markvörslu.

Fyrri greinVel heppnaður farskóli safnafólks
Næsta greinÖrvar Rafn og Gullin í grenndinni tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna