Selfoss úr leik í bikarnum

Selfyssingar voru slegnir út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Val að Hlíðarenda.

Valsmenn réðu lögum og lofum í leiknum og Selfyssingar fengu ekki færi. Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Selfyssingar reyndu að herða sig í upphafi síðari hálfleiks en ekkert gekk. Pedersen bætti við tveimur mörkum fyrir Val, því síðara á lokamínútu leiksins og Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo 4-0 sigur Valsmanna í uppbótartíma.

Fyrri greinHraðast ekið á söndunum
Næsta greinEllefu met á Grunnskólamóti Árborgar