Selfoss úr leik í bikarnum

Selfoss er úr leik í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta eftir 30-28 tap gegn Haukum á útivelli í kvöld.

Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik, 18-10, en Selfyssingar voru sterkari þegar leið á síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lokin. Haukar höfðu gott forskot um miðjan síðari hálfleik en Selfoss lauk leiknum af krafti og skoraði fjögur síðustu mörk leiksins.

Carmen Palamariu en komin aftur á kreik eftir meiðsli en hún var markahæst Selfyssinga með tíu mörk. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 6 mörk, Kara Rún Árnadóttir, Elena Birgisdóttir, Dagmar Öder Einarsdóttir skoruðu allar 3 mörk, Thelma Sif Kristinsdóttir 2 og Hildur Öder Einarsdóttir eitt.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði 8 skot í markinu (24%) og Katrín Magnúsdóttir varði 4/1 skot (43%).

Fyrri greinBúgarðabyggð í Bitru
Næsta greinSindri fékk viðurkenningu fyrir gott æskulýðsstarf