Selfoss er úr leik í bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir stórt tap gegn Aþenu í 16-liða úrslitunum í dag, 118-62.
Aþena leikur í 1. deild eins og Selfoss og þær höfðu öll völd í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 65-30 og munurinn jókst enn frekar í seinni hálfleiknum.
Jessica Tomasetti var stigahæst Selfyssinga með 13 stig og Perla María Karlsdóttir skoraði 12.
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 13/5 stoðsendingar, Perla María Karlsdóttir 12, Mathilde Sorensen 9, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 8, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 7/4 fráköst, Valdís Una Guðmannsdóttir 4, Heiður Hallgrímsdóttir 3/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 2, Þóra Auðunsdóttir 2, Anna Katrín Víðisdóttir 2.

