Selfoss upp í 1. deildina

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tryggði sér sæti í 1. deildinni á næsta keppnistímabili eftir stórsigur á Völsungi á Húsavík í dag.

Sara Rún Auðunsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan var 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn hófst með látum, Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði úr upphafsspyrnunni og staðan orðin 2-0. Guðmunda var ekki hætt, hún skoraði þrennu í seinni hálfleiknum og Björgey Njála Andreudóttir bætti við einu marki til, lokatölur 0-5.

Selfoss er með 40 stig á toppi 2. deildarinnar, sæti í 1. deildinni tryggt og deildarmeistaratitillinn í seilingarfjarlægð þegar þrjár umferðir eru eftir af úrslitakeppninni.

Fyrri greinReyni yfirleitt að láta ekki mikið fara í taugarnar á mér
Næsta greinBjörgunarafrek í uppsiglingu