Selfoss U sendi Gróttu upp

Ungmennalið Selfoss tapaði fyrir Gróttu í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 38-25 á útivelli.

Um 400 áhorfendur voru á leiknum en með sigrinum tryggði Grótta sér sæti í N1-deildinni á næsta tímabili en liðið féll úr henni fyrir ári.

Grótta var með tveggja marka forskot í hálfleik, 16:14, en gerði algjörlega út um leikinn í síðari hálfleik.

Sigurður Guðmundsson og Matthías Halldórsson skoruðu 6 mörk fyrir Selfoss, Sigurþór Þórsson og Eyþór Lárusson 3, Ketill Hauksson, Sveinbjörn Jóhannsson og Óskar Kúld Pétursson skoruðu allir 2 mörk og Rúnar Hjálmarsson 1.

Fyrri greinSpennandi keppni í meistaraflokki
Næsta grein1. apríl að kveldi kominn