Selfoss-U náði ekki að ógna Val-U

Ísak Gústafsson skoraði 6 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss tapaði 35-30 þegar liðið heimsótti ungmennalið Vals í 1. deild karla í handbolta í kvöld.

Selfoss byrjaði betur í leiknum en þegar tíu mínútur voru liðnar tóku Valsmenn öll völd og leiddu 20-12 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Valsmenn héldu Selfyssingum í öruggri fjarlægð allan tímann.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Ísak Gústafsson skoraði 6, Andri Dagur Ófeigsson 5, Arnór Logi Hákonarson og Guðjón Baldur Ómarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson og Haukur Páll Hallgrímsson 2 og Hans Jörgen Ólafsson skoraði 1 mark.

Selfoss-U er í 7. sæti deildarinnar með 5 stig en Valur-U er í 2. sæti með 12 stig.