Selfoss-U lokaði tímabilinu laglega

Hannes Höskuldsson skoraði ellefu mörk fyrir Selfoss í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss lauk keppni í Grill-66 deildinni í handbolta með góðum sigri á Vængjum Júpíters í Set-höllinni á Selfossi í kvöld.

Lokatölur leiksins urðu 33-25 og ljóst að Selfoss-U mun ljúka keppni í deildinni í 6. sæti með 20 stig. Liðið vann tíu leiki í deildinni í vetur og tapaði öðrum tíu og sýndi oft á tíðum frábæra spilamennsku.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 10 mörk, Tryggvi Sigurberg Traustason skoraði 6, Elvar Elín Hallgrímsson og Guðjón Baldur Ómarsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson og Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson 1 og Árni Ísleifsson skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri greinMeð níu fingur á titlinum
Næsta greinFyrsti sigur FSu í 32 ár