Selfoss U lagði Víking

Ungmennalið Selfoss vann góðan sigur á Víkingum í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi, 22-20.

Leikurinn var jafn en Selfyssingar voru skrefinu á undan og leiddu í hálfleik, 12-9.

Atli Hjörvar Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Selfoss, Rúnar Hjálmarsson 4, Andri Már Sveinsson og Eyþór Lárusson 3, Gunnar Ingi Jónsson, Sigurður Már Guðmundsson og Einar Sverrisson skoruðu allir 2 mörk.

Selfoss fór upp fyrir ungmennalið FH með sigrinum og situr nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig, einu stigi minna en Víkingur.

Fyrri greinÖruggt hjá FSu
Næsta greinLeita sleðamanns við Hrafntinnusker