Selfoss tók KR í kennslustund

Kvennalið Selfoss vann stórsigur á KR á útivelli þegar 17. umferð Pepsi-deildarinnar var spiluð í kvöld. Lokatölur urðu 1-7.

Leikurinn var markalaus allt fram á 22. mínútu en þá komust KR-ingar yfir. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin fyrir Selfoss á 28. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Guðmunda Óladóttir af vítapunktinum. Erna Guðjónsdóttir tryggði Selfyssingum svo 1-3 forystu í hálfleik með marki á 44. mínútu.

Dagný var aftur á ferðinni á 55. mínútu og á síðustu tuttugu mínútum leiksins bættu Selfyssingar við þremur mörkum. Donna-Kay Henry skoraði á 71. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Guðmunda aftur. Henry bætti svo við öðru marki og sjöunda marki Selfyssinga í uppbótartíma.

Á sama tíma sigraði Breiðablik Þór/KA á Akureyri. Blikar tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn og Þórsarar misstu af stigum í baráttunni við Selfoss um 3. sætið.

Selfoss er í 3. sæti þegar ein umferð er eftir, með 33 stig og mætir Þór/KA í lokaumferðinni kl. 16 á laugardaginn.

Fyrri greinViðvörun vegna vatnavár
Næsta greinOpnunarhátið appsins Grænt kort – Suður