Selfoss tekur forystuna í einvíginu

Selfoss hefur tekið forystuna í einvíginu gegn KA/Þór um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Fyrsti leikur liðanna var í Vallaskóla í dag.

Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Selfyssingar voru sterkari í síðari hálfleik og tryggðu sér öruggan sigur, 29-24.

Þrjá sigra þarf til þess að útkljá einvígið en næsti leikur liðanna er á Akureyri á miðvikudag, og sá þriðji á Selfossi á föstudagkvöld kl. 20:15.

Dijana Radojevic var markahæst Selfyssinga með 13 mörk, Elva Rún Óskarsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu 3, Hulda Dís Þrastardóttir, Margrét Jónsdóttir, Ída Magnúsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu allar 2 mörk og þær Arna Kristín Magnúsdóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hvor.

Katrín Ósk varði 19 skot í marki Selfoss og var með 44% markvörslu.

Fyrri greinAnnar kajakræðarinn látinn
Næsta greinKristinn Þór annar á nýju HSK meti