Selfoss tapaði í Kópavoginum

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Selfoss tapaði 27-25 þegar liðið heimsótti HK í Digranes í Kópavogi í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.

Leikurinn var jafn allan tímann en HK leiddi 15-13 í hálfleik. Selfoss komst yfir í upphafi síðari hálfleiks en heimakonur í HK voru sterkari á endasprettinum og unnu tveggja marka sigur.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir og Sara Boye Sörensen 3 og þær Agnes Sigurðardóttir og Carmen Palamariu skoruðu 1 mark hvor.

Selfoss er í 7. sæti Olísdeildarinnar með 1 stig að loknum þremur umferðum.

Fyrri greinSveiflukenndur leikur í Slóveníu
Næsta greinHljómsveitin Flekar gefur út sína fyrstu plötu