Selfoss tapaði gegn ÍR

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði 17-23 gegn ÍR á öðrum degi Ragnarsmóts kvenna í handbolta í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld.

Staðan í hálfleik var 9-10 en ÍR-ingar voru sterkari í síðari hálfleik. Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk.

Í hinum leik kvöldsins sigraði Grótta Fylki 25-20

Úrslit dagsins þýða að ÍR-konur eru komnar í forystu með 4 stig, á eftir koma Selfoss og Grótta með 2 stig en Fylkir er án stiga.  

Leikir morgundagsins sem jafnframt er lokadagur mótsins eru þessir:
18:30 Selfoss – Fylkir
20:15 ÍR – Grótta

Fyrri greinFjóla Signý og Dagur Fannar Íslandsmeistarar í fjölþrautum
Næsta greinHáþrýstiþvottur ein smitleiðanna