Selfoss tapaði fyrir norðan

Chaed Brandon Wellian. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar þurftu að játa sig sigraða þegar þeir heimsóttu topplið Þórs á Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 92-78.

Þórsarar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 56-40. Selfyssingar svöruðu hins vegar vel fyrir sig með frábærum 3. leikhluta og náðu að minnka muninn í 75-71.

Lengra komust Selfyssingar ekki því Þórsarar hófu síðasta leikhlutann á 11-0 áhlaupi og Selfossliðið náði ekki að svara fyrir sig.

Selfoss er áfram í 6. sæti deildarinnar með 14 stig en Þórsarar eru á toppnum með 26 stig.

Tölfræði Selfoss: Chaed Wellian 19/6 fráköst, Marvin Smith Jr. 16/9 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/5 fráköst, Ari Gylfason 10/7 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 8, Hlynur Hreinsson 3.

Fyrri greinÞór Llorens lánaður á Selfoss
Næsta greinElvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk ársins hjá Umf. Selfoss