Selfoss tapaði stórt í Eyjum

Selfoss tapaði 31-17 þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í N1-deild kvenna í handbolta í dag.

Selfyssingar náðu ekki að ógna ÍBV að neinu ráði en heimakonur voru yfir í hálfleik, 15-9.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Carmen Palamariu skoruðu báðar 5 mörk fyrir Selfoss, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir 2 og þær Hildur Öder Einarsdóttir, Helga Rún Einarsdóttir og Auður Óskarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinSigurður Ingi fékk tæp 95% atkvæða
Næsta greinHaraldur Íslandsmeistari í 60 m hlaupi