Selfoss tapaði í hörkuleik

Selfyssingar töpuðu 3-2 þegar þeir mættu Stjörnunni í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld á útivelli.

Fyrsti hálftíminn var mjög fjörugur en Stjörnumenn komust yfir strax á 8. mínútu. Richard Sæþór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Selfoss á 19. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Josep Tillen Selfyssingum yfir. Stjarnan jafnaði hins vegar á 31. mínútu og staðan var 2-2 í hálfleik.

Eina mark síðari hálfleiks skoruðu Stjörnumenn á 68. mínútu og þar við sat.

Selfoss er í 5. sæti riðilsins með 6 stig en Stjarnan á toppnum með 11 stig.

Fyrri greinÖruggur sigur hjá Selfyssingum
Næsta greinMilljónir í umhverfisverkefni á Suðurlandi